Framhaldið af framhaldinu

Ég gleymdi að segja frá því að í ágúst komu Anna og Harpa til okkar í nokkra daga og það var mjög gaman, tókum Tívolí maraþon ekki hægt að segja annað, fyrst á Bakken og svo í tívolínu í Köben…. en skemmtilegur tími :D og súrt þegar þær fóru :(

Svo kemur Október:  1. október fór í það að ganga niður parketið hérna á Lyneborggade, hvað átti ég að gera átti ég að fara heim eða ekki hvernig stóðu eiginlega málin.  Mamma sagði mér bara að koma í nóvember þegar ég ætti frí, þá væri pabbi komin heim og við gætum átt góða stund þá.  Síðan voru nú mínar vinkonur Anna og Guðbjörg sem sögðu mér bara að drífa mig heim já og Daníel líka.  Enda hafa Guðbjörg og Anna upplifða þessar aðstæður þar sem þeirra nánasti hefur fallið fyrir krabbameini.  Þannig að ég tók þá ákvörðun að tala við Vilhelmínu (læknirinn hans pabba)  og þá um nóttina hafði  pabba hrakað mikið og hún sagði mér að drífa mig heim.  Sem sagði manni að það væri ekki langt eftir.  Þá var það bara svoleiðis flug pantað og drifið sig heim 2. október……og farið upp á spítala um leið eiginlega og ég kom og mikið var nú gott að sjá pabba sinn, elsku kallinn. Síðan fóru dagarnir í það að vera hjá pabba.  Og fyrstu 3 dagana gat hann talað við okkur og sem betur fer hitti hann Sindra sinn nokkrum sinnum. En ólýsanlega sorglegt að sjá pabba sinn fara frá okkur hægt og sígandi, en hvert skipti sem ég mætti á morgnana til hans beið ég eftir kraftaverki, að hann sæti upp í rúmi skvaldrandi eins og honum er lagið.  En svo kom að því að hann fór frá okkur þann 9. október (afmælisdagurinn hans Þrastar), þessi stórbrotni , litríki, bjartsýnismaður og helst af öllu maðurinn hennar mömmu, pabbi okkar og afi Sindra og Kristófers.

Eftir þetta tók við skipulagning vegna jarðarfararinnar og taka á móti gestum o.s.frv.  þannig í rauninni höfðum við ekki tíma til að syrgja…18. október var jarðarförin, alveg rosalega fallegur dagur og athöfnin var mjög falleg, margir fylgdu pabba og við vorum djúpt snortin.  En jafnframt með erfiðari dögum sem ég hef upplifað.

31. október fórum Sindri aftur til Kaupmannahafnar, ég bara gat ekki hætt var ekki í boði.  Varð að reyna aftur enda ekki komin nein reynsla á þetta hjá okkur.

Nóvember:  Sindri byrjaði aftur í leiksskólanum og þá byrjaði þetta loksins að ganga og honum leið mikið betur.  Enda held ég að það sem hjálpaði mikið var að íslensk stelpa byrjaði að vinna þar sem heitir Hildur.  Ég byrjaði aftur í skólanum og nú gekk mikið betur jahérna ég skildi eitthvað :D og annar áfanginn var meira segja um tré.  Þannig að nóvember var bara ágætur miðað við aðstæður.  Já Daníel kom í örheimsókn í þessum mánuði ;)

Desember:  Mamma kom og var hjá okkur í viku (að kanna aðstæður ;) heheh)  og var það yndislegt að fá hana, hafa mömmu/ömmu alveg út af fyrir okkur og var nú mest slappað af enda var ég á fullu í skólanum.  Fórum nú samt í dýragarðinn og ég sýndi mömmu Risakringluna Fields :)   Síðan 7. desember fór mamma og Sindri heim en Sindri var að verða stóri bróðir, þannig að nú var mamman ein í Kóngsins Köben jahérna og hvað á maður þá að gera af sér????!!!!!  16. desmber eignaðist Ingunn og Daníel fallegan dreng sem var skírður Jóhannes Már og Sindri alveg í skýjunum yfir því :D   Það var margt brallað í Köben á þessum tveimur vikum sem ég var ein en kannski best að skjalfesta það ekki :D   en góður tími ;) …..ég fór heim 22. desember og við áttum góð jól og áramót, á áramótunum var gott veður sem vonandi bendir til þess að þetta ár verði ekki eins stormasamt…..en mikið var nú tómlegt að hafa ekki pabba, maður beið einhvern tíman alltaf  eftir að sjá eða heyra í honum.

Þegar ég horfði á fréttaannálinn þá hugsaði ég með mér, þetta árið stendur uppúr hversdagshetujurnar í mínu lífi mamma og pabbi, Sindri Freyr, Erla, Þröstur og Sylvía já og fjölskyldan mín öll, Daníel og Ingunn og allir þeir yndislegu vinir sem ég á vá hvað ég er rík.  Á yndislegan son, frábæra fjölskyldu og stóran hóp af raungóðum og yndislegum vinum.  Elska ykkur öll og þið eruð ómetanleg.

Með því að gera svona uppgjör á árinu er ég að loka því og með því að setja fortíðina á sinn stað í fortíðinni er hægt að halda áfram, árið 2009 verður fróðlegt :)

Kossar og knús frá Kaupamannahöfn

Íris og Sindri Freyr

2 ummæli

 1. heidaa
  25. janúar 2009 kl. 14.57 | Slóð

  Íris … þú ert ekki ein að tátast yfir þessum skrifum. Haha! Þú ert stórkostleg manneskja og á góðri leið með að verða stórkostlegur landslagsarkitekt!!! Hafðu það gott min kære ven Íris.

  Knúz
  Heiða

 2. 28. janúar 2009 kl. 11.08 | Slóð

  Gott mál Íris mín. Það þarf að pakka þessu öllu inn í viðeigandi umbúðir, flokka og skila og koma öllu á sinn stað. Nú svo er hægt að huga að öðru eins og þú segir.
  Það verður spennandi.
  Knús í kotið
  Aldís