Framhaldið af Farvel 2008

Heil og sæl best að klára 2008

Ágúst:  Aðeins 12 dagar í brottför jahérna, og svitinnn, hjartslátturinn og magakviður í hámæli :/.  Byrjaði þó með góðum afmælisdegi hjá honum Sindra mínum bara orðinn 4 ára þessi elska, mjög góður dagur og yndislegt fólk úr ölllum áttum að fagna með okkur :D   En já svo var bara að koma sér upp í þessa blessuðu flugvél og lenda í landi draumann…..  En hlutirinir voru nú ekki alveg eins og best var á kosið og pabbi fór inn og út af sjúkrahúsi alltaf með háan hita sem engin skýring var á.  Sem gerði það að verkum að tveim dögum fyrir brottför var ég hætt við ALLT.  En mamma og pabbi já og allir sögðu mér að það þýddi ekki neitt, það þýðir ekkert að leggja árar í bát og sitja og bíða eftir einhverjum breytingum hjá pabba.  Ekkert bull, þú kemur bara heim ef eitthvað breytist.  Enda eru foreldrar mínir braáttufólk af líf og sál…þau gefast ekki upp svo auðveldlega.  Og ég fer út með Sindra og Erla kom með mér mér til halds og trausts, sem betur fer hún held ég hreinlega bjargaði minni geðheilsu þessa fyrstu daga :) og hugsum við svo líkt að allt gekk smurt ;)   En meira var nú af góðu fólki í kringum mig þannig að allt gekk vel.  Flytja allt helv…draslið úr gámnum og stetja allt á sinn sta og bla bla…. Svo var bara að mæta í leikskólann og allt þetta, sem mér leist bara vel á í byrjun.  Svo byrjaði skólinn og var þetta nú ekki alveg eins og mér hafði dreymt og ó fyrsta skipti á minni skólagöngu þá fannst mér bara ekki skilja neitt, en ég ætla ekki að útskýra það neitt nánar nema þetta var áfangi frá helvíti.  Enda erfitt að byrja í nýjum skóla í nýju landi og með annað tungumál.  En það verður víst að segjast eins og er að ég var bara sprungin…var ekki heils hugar við þetta og ALLT var bara mjög erfitt, gekk illa í leikskólanum hjá Sindra og pabbi orðinn alveg fárveikur, var inn og út af spítala.   Þannig að í fyrsta skipti á þessari ævi minni hugsaði ég með mér jæja nú er ég búin að hitta ofjarl minn, ég er að gefast upp….

September:   Man voða lítið eftir þessum mánuði ég var bara í móki, en áfram skrölti ég þó :)   Ánægjulegt að pabbi fékk að fara heim í sveitina sína í nokkra daga ( sem við vissum ekki þá að það var í síðasta skipti)  Síðan kom nú í ljós að lyfjagjöfin sem hann var í virkaði ekki, VIRKAÐI EKKI…þannig að nú var farið að draga af baráttufólkinu :( og hann fer í fimm daga lyfjameðferð.  28. septmeber dreymdi mig draum um að ég hitti pabba í eldhúsinu heima og eina sem hann sagði var “Þetta er búið”, þessi draumur sat í mér og ég vissi alveg hvað þetta sagði mér, því skrítið var mig hafði ekki dreymt einn einasta draum eftir að ég flutti út.  30.september er ég í skólaferðalagi sem ég man lítið eftir nema ég beið og beið eftir símtali að heiman þar sem ég vissi að þennan dag fengi pabba að vita hvort lyfjameðferðin hefði virkað. Ég vissi samt að fyrst ég var ekki búin að fá hringingu þá boðaði það ekki gott.  Seinnipart þessa dags hringdi ég í Erlu um leið og ég kom heim  “Það er ekkert hægt að gera…ekki víst hvað hann fær langan tíma….en aðalatriðið er að koma honum á lappir svo hann fengi að komast heim í SVEITINA sína í einhvern tíma…meira man ég ekki eftir þessu samtali en segir allt sem segja þarf…..

Ég verð víst að gera aftur framhald því ég ætla ekki að drekkja tölvunni minni í tárum….en á þessum tímapunkti í mínu lífi var heimurinn hruninnn…

Ein ummæli

  1. Ómar og Erla Jóna
    24. janúar 2009 kl. 18.29 | Slóð

    Dugleg, duglegri, duglegust :-)
    Kveðja úr Klettavíkinni.