Farvel 2008

Þar sem ég er svo rosalega ofvirkur bloggari þá set ég bara inn fína klausu um árið 2008 sem svo ótrúlega margt gerðist hvort sem mér líkaði betur eða verr.  Byrja bara á því að óska öllum gleðilegs, heilsuríks og gæfuríks árs og takk fyrir það gamla kæru vinir og ættingjar nær og fjær :) .  Og þá hefst upprifjunin:

Janúar:  Byrjaði með brjáluðu veðri (sem hefði kannski átt að vera vísbending um það sem kom í kjölfarið), svo kom hver stormurinn á fætur öðrum.  Man svosum ekki meira um þann mánuð, nema maður byrjaði í skólanum eftir jólafrí man varla í hvaða áföngum en man að Ragnar Frank mætti á svæðið….með Umsk 6, sem var einstaklega fróðlegt með misjafnri gleði nemenda hehehe

Febrúar:  Stressið var farið að gerjast í manni út af BS-ritgerðinni en maður gerði svosum ekki meira í því í bili. Fékk þær hræðilegu fréttir að ekki væri allt eins og ætti að vera með pabba.  Man ennþá eftir hvar ég var þegar hann sagði mér þetta í síma, stóð inn í eldhúsi á Vallbrautinni, man bara eftir einu sem hann sagði “þetta er ekki nógu gott”.  En maður hristi það fljótt af sér og hugsaði með sér þetta er pabbi hann er svo hraustur, hann getur ALLT já ALLT.

Mars:  Áframhaldandi rannsóknir á elsku pabba og þá kom svo loks í ljós að hann var með eitlakrabbamein og þyrfti að fara í lyfjameðferð.  Þannig að páskarnir fóru í að hjálpa í sveitnni, bölva BS-ritgerðinni sem manni fannst nú annsi tilgangslaus miðað við allt annað sem var í gangi.  En þetta er pabbi hann getur ALLT og gott það, ekkert bull….

Apríl: Mig minnir að hann hafi byrjað í þessum mánuði í lyfjameðferð, sú lyfjameðferð var á 3 vikna fresti og það gekk bara helvíti vel, kallinn bara hress.  Ég var mest megnis að reyna klára skólann, meiri óþverrinn þessi ritgerð…Hægt að segja að ein lítil Íris hafi haft allt of mikið á sinni könnu.  Náði þó að skila ritgerðinni guðs lifandi fegin fjúkket það var loksins búið.

Maí:  Kláraði skólann, byrjaði að vinna dauðfegin að geta vasast í blómum, trjám og moldinni.  Hvanneyrargrúbban hittist í bústaðnum hjá Rögnu og Pálma og það var yndislegt, þessi bekkur er bara frábær ;) og að lokum kom að útskriftinni LOKSINS og var það góður dagur, verst að pabbi komst ekki :( Jú einmitt í þessum mánuði sat ég sveitt að sækja um skóla í útlandinu…úllen dúllen doff

Júní:  Ég hélt bara áfram að vinna, stúdera hvert ég ætti að stefna í áframhaldandi nám einhvern veginn varð Danmörk allt efst á lista. Mig minnir að í þessum mánuði hafi pabbi byrjað í nýrri lyfjagjöf þar sem hin virkaði ekki (þetta rennur soldið saman í eitt) sem var á vikufresti, baráttuviljinn enn til staðar og pabbi kemst í gegnum þetta alveg VISS um það.  Í lok mánaðarins fékk ég að vita að ég kæmist inn í skólann í Köben, fékk reyndar inn í Osló og Ási en alltaf endaði Köben í 1. sæti þannig nú var bara að kýla á þetta, redda öllu, húsnæði, leikskóla o.s.frv…Eða var það í byrjun Júlí æi bíttar ekki öllu!  Ég man vel eftir því að í lok þessa mánaðar þá byrjaði pabba að hraka mikið….

Júlí:  Vinnan á fullu sem var bara gott mál, redda öllu sem við kom Köben og já ég má nú ekki gleyma því að við Marta gengum í “flutningsbandalag” ásamt Rögnu og Brittu sem mér til mikillar ánægju ákváðu allar að fara til Köben líka :D enda þarna miklir snillingar á ferð.  Hætti að vinna í lok þessa mánaðar og stressið og spennan magnast endalaust enda stór skref í lífi lítillar Írisar sveitastelpu.  Og jafnframt blendnar tilfinningar að ég ætti að flytjast af landi brott með allt mitt og elsku pabbi alveg fárveikur.

To be continued…..

5 ummæli

 1. 16. janúar 2009 kl. 8.49 | Slóð

  Bíða spennt eftir framhaldinu ;-)

  Knús í kotið

 2. Erla Jóna og Ómar
  16. janúar 2009 kl. 13.59 | Slóð

  Það eru fleiri sem bíða eftir framhaldinu. Vonum að þið hafið það gott. Allt gott hjá Elínu á Spáni. Kveðja úr kotinu.

 3. 22. janúar 2009 kl. 12.26 | Slóð

  þú ert algjör snillingur…bíð eftir framhaldinu

 4. heidaa
  22. janúar 2009 kl. 18.51 | Slóð

  Íris,

  hvar er ág-des? Svo spennt að heyra ;) Luuv Heidi

 5. Íris
  22. janúar 2009 kl. 19.02 | Slóð

  Það kemur um helgina.. um leið og ég er búin með þessa prófa-og verkefnatörn :)