Margt gerst síðan síðasta færsla var…..

Heil og sæl öll sömul

Vill byrja á því að þakka ykkur fyrir alla vinsemdina og hlýjuna vegna fráfalls pabba.  Minningin lifir um góðan, litríkan og já bara frábæran mann…hans er sárt saknað :( þó svo það er skrítið að segja það þá sér maður á svona stundum hvað maður á gott fólk að, ég svo þakklát og heppin hvað ég á gott fólk að hvort sem það eru mínir nánustu, vinir, skólafélagar og vinnufélagar.  Það er það sem skiptir máli í lífinu að eiga góða að og ég segi TAKK til ykkar.
Við Sindri komum aftur til Kaupmannahafnar 31. október og þá hófst lífsbaráttan á ný, ég byrjaði aftur í skólanum 3. nóvember og viti menn ég er í áföngum sem ég skil núna og eru bara helv…skemmtilegir, meiri að segja í algjörum trjánördaáfanga sem er alveg frábært fyrir mig.   Núna gengur vel í leikskólanum hjá Sindra þannig að sú magapína er farin ;) meira að segja íslensk stelpa byrjuð að vinna þar, sem léttir mikið á.

Við fengum óvænta stutt heimsókn í gær, Daníel kom og kíkti á okkur, hann var á leið til Hollands og millilenti hérna.  Það var mjög gaman sérstaklega fyrir hann Sindra ;) hann kom með mér að ná í Sindra í leikskólann og sá stutti ljómaði að sjá pabba sinn.  Gangi þér vel Daníel í Hollandinu….

Síðan kemur mamma eftir viku og við Sindri teljum niður dagana VÁ hvað okkur hlakkar til, það verður svo gaman :) Sindri fer svo með mömmu til baka til Íslands, þar sem hann á von á litlu systkyni sem er nú rosalega spennandi.  Þannig að ég verð ein í heilar tvær vikur í Kóngsins Köben úff það verður skrítið…..

Ekki meir í bili

Knús á línuna

Íris og Sindri Freyr

6 ummæli

 1. HEIÐA
  22. nóvember 2008 kl. 18.22 | Slóð

  Jey! Íris er byrjuð að blogga aftur. Gaman að heyra frá þér Íris mín. Gangi þér vel í kúrsunum. Hlakka til að sjá þig á Íslandi en þangað til … meira blogg ;) Knús Heiða

 2. Anna Óla
  22. nóvember 2008 kl. 19.07 | Slóð

  Koss koss og knús á ykkur
  missjúvonakissjú Anna

 3. 22. nóvember 2008 kl. 19.38 | Slóð

  Ég segi eins og Heiða,, jeijjj gaman að fá fréttir frá ykkur.
  Æðislegt að allt gengur svona vel hjá ykkur núna, þú ert nú líka algjör nagli sko ;)

  kveðja Sigrún Haf sem er komin 1 dag framyfir,, úff ;)

 4. Ómar og Erla Jóna
  22. nóvember 2008 kl. 19.45 | Slóð

  Gaman að heyra hvað gengur vel hjá ykkur. Vonum að þið mamma gamla eigið góða daga þegar hún kemur til ykkar, mér heyrist hún vera orðin spennt.
  Kveðja úr Klettavíkinni.

 5. 22. nóvember 2008 kl. 22.35 | Slóð

  Yndilslegt. YNDISLEGT!!! Íris mín að heyra af ykkur. Gott að vita af þér í einhverjum gróður-pælingum (oh my god) Svo gott að þú ert tilbúin til að hafa áhuga á þvi …..þá þarf ég þess ekki.
  Góðar stundir skvís

  Knús í kotið

 6. Rósa
  23. nóvember 2008 kl. 12.29 | Slóð

  Tek undir þetta, gaman að þú sért byrjuð að blogga aftur!