Íslensku víkingarnir

Já hvað varð um íslensku víkingana segi það satt, í skólanum er búið að vera mikið um veikindi og hver víkingurinn á fætur örðum hefur lags í pest usss…í þessum töluðu orðum er sá feiki hrausti víkingur sem skrifar þetta hundslappur með hor í nös og með panodi hot á kantinum.  Játaði mig sigraða í morgun og fór eftir 2 tíma í skólanum.  Vakanaði meira segja klukkan sex til að koma mér þangað en horið og hóstinn sigruðu í þetta skiptið :(   Kannski eru þetta samantekin ráð hjá Danska yfirvaldinu að reyna buga okkur enda orðin helvíti mörg í þeirra veldi heheh og með yfirvofandi verkefnaskil þá kom þetta á besta tíma.

Held reyndar að þetta sé út af því við getum ekki keypt slátur og lýsi (allavega hef ég ekki séð það) en ég var þó svo útsmogin að smygla til landsins heilli dollu af Þorskalýsi og kenni því um að ég hafði ekki slafraði því í mig nógu fljótt til að koma í veg fyrir pestina.

Annars er búið að vera skítkalt hérna og maður þarf að fara að dusta af úlpunni var orðin það vongóð að þurfa bara ekkert að nota hana ;)   enda búið að vera heitt og fínt.  En maður finnur það alveg núna að það er komið haust með öllu tilheyrandi (ásamt hósta og hori).

Kær kveðja frá Íslensku víkingunum (hóst hóst)

Íris og Sindri Freyr

5 ummæli

 1. 16. september 2008 kl. 17.09 | Slóð

  Æ.Æ.. ekki er ástandið gott, hér er líka orðið skítkalt. 7°c hiti er ég tók fyrsta smókinn hér á svölunum 6.30 í morgun. Ætla að ná í kuldagallan, alveg viss um að það er ekki svona kalt á´Íslandi. Láttu þér batna Íris mín og súptu á Lýsinu.
  Bestu kveðjur yfir sundin, Vignir

 2. Helena Sif
  16. september 2008 kl. 18.55 | Slóð

  hej hej Skvís …. ekki gott með pestina, en þetta gera rakaskiptin…. gætir prufað að halda þér meira rakri með bjór ;)

  en hvað um lýsið … þá fæst isl lýsi í Rema 1000 (allavega hér í sveitinni) ef það er einhvers staðar þarna nálægt þér og svo til að toppa allt þá fæst Skyr.is í kvikly ….. krækiberin fær maður svo upp á heiði (hvar sem hún er nú)

  håber I har det godt og god bedring

 3. Ragna
  18. september 2008 kl. 19.17 | Slóð

  Flott síða stelpa! Við hittumst svo í stríðinu á morgun við Civli 3D, og við skulum klára þetta!!!!!!!

 4. Birgitta
  19. september 2008 kl. 23.09 | Slóð

  hæhæ elsku mæðgin…

  Leiðinlegt að “heyra” að þú sért með pestina.. mætti hreinlega halda að þú værir hérna á klakanum hjá okkur þar sem hver og einn einasti er lasinn hér…

  Þú lætur nú okkur víkingana fá lista yfir það sem skal versla til að fá inngöngu í danaveldi þegar það kemur að því að kíkja í heimsókn til ykkar…

  En ég sakna ykkur ótrúlega mikið *tárast* og ég hlakka til að sjá ykkur bæði tvö og knúsa ykkur í klessu ;*

  Kossar og knús.. Birgitta D. ;*

 5. heidaa
  22. september 2008 kl. 22.42 | Slóð

  En ótrúlega gaman að lesa bloggin ykkar allra. Þið eruð heppin að hafa hvort annað. Mér sýnist að ég sé eini útlendingurinn í bekknum mínum. Reyndar eru ensku hreimarnir svo fáránlega ólíkir að ég hef litla trú á því að þau skilji hvort annað eitthvað frekar en ég.

  P.s. fyrsti alvöru skóladagurinn minn var í dag og ég sat í kortér í vitlausri kennslustund. Var frekar sjokkeruð yfir því að skila EKKI neitt í kúrsinum sem ég átti að vera í! Ahahaha!

  Love til allra,
  Heiða