Loksins kemur blogg….

Já ég hafði mig í það að búa til blogg enda gaman að geta frætt mitt fólk um lífið og tilveruna hérna í Kóngsins Köben…síðan er bara að sjá hvað ég held lengi út ;) En svona til að byrja einhvers staðar þá erum við semsagt búin að búa hérna akkúrat í mánuð og hefur þetta liðið ótrúlega hratt.  Að mestu leyti hefur þetta gengið vel og við Sindri erum byrjuð í okkar skólum.  Erfitt hefur þó verið hjá mínum heittelskaða gullmola í leikskólanum en þetta er held ég allt að koma en viðurkenni það á þeim tímapunkti sem ég labba frá honum hágrátandi á morgnana hvað í fjandanum ég sé að gera og ætti bara helst að drulla mér heim á klakann í gamla góða Vallarsel en eftir smá umhugsun þá bít ég á jaxlinn herði upp hugann og enda á þeirri niðurstöðu að gefa þessu smá sjéns í viðbót.  Við bara krossum fingur og vonum að þetta lagist með tímanum ;)

Að öðru þá ég líka byrjuð í skólanum og er þetta mjög áhugavert allt saman en helvíti erfitt… fyrstu dagana hljómaði í hausnum á mér “ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi og síðan bættist við í vitlausu landi!” en þetta er bara eins og hjá Sindra þetta kemur allt saman nema ég get því miður ekki farið að hágráta og kallað á mömmu þó svo mig hafi langað það nokkrum sinnum hehehe  En maður er að komast í gang og þó svo þetta hljómi niðurdrepandi er búið að vera mjgö gaman og við erum mjög sátt við tilveruna.  Íbúðin er frábær og ég splæsti í hjól fyrir okkur og það er alveg geðveikur munur að hjóla t.d í skólann maður er alveg endurnærður (fyrir utan djöfullegt svitabað hóst hóst).  En svona nótabene þá hélt ég að danir væru alveg því líkt líbó fólk ennnnnnnnn nei nei ekki í skólanum þar er hádauðans alvara á ferð ég var í hópaverkefni og ég og önnur íslenskt stelpa voguðum okkur að hljægja af einhverjum gífulegum prumpubrandar okkar á milli reyndar og ég segi það satt þau (danirnir) tóku þessu bara illa og ég var bara smeyk um að mér yrði sagt upp í hópastarfinu….svei mér þá en ég gefst ekki upp ég berst fyrir því að brosa og hlægja :D

Við erum ekki búin að vera einmana hérna, Erla systir kom með mér þegar við fluttum út og fór eftir viku, síðan fyrir koma Anna og Harpa í heimsókn yfir eina helgi og þá var tekið Tivolí maraþon en það var alveg æðislegt að hafa þær í heimsókn og ég held að Erla flytju hérna út til mín ég hef fulla trú á því heheh KOMA SVO ERLA.  Svo ef allt gengur upp hjá mínum kæra pabba þá kemur mamma/amma út í nóvember sem yrði alveg frábært :)

Held að þetta sé nóg í bili

Med venlig hilsen

Íris og Sindri Freyr

6 ummæli

 1. 13. september 2008 kl. 18.10 | Slóð

  nei bara danirnir komnir með blogg :) nú hef ég eitthvað að lesa :)

  kveðja úr sveitinni :p

 2. 13. september 2008 kl. 19.08 | Slóð

  Hæ hæ

  Til hamingju með bloggið Íris, já þetta eru erfiðir dagar. Þekki þig og veit að þú stenst álagið.

  Bestu kveðjur
  Vignir

 3. Guðbjörg
  14. september 2008 kl. 12.29 | Slóð

  Frábært framtak mín kæra !! Knús til ykkar sindra

 4. 15. september 2008 kl. 10.06 | Slóð

  Frábært framtak Íris hlakka til að fylgjast með þér hérna og ég segi sama og Vignir þú ferð létt með þetta við vitum hvað í þér býr
  xxx

 5. Aldís
  15. september 2008 kl. 10.33 | Slóð

  Blessuð mín kæra
  Gaman að fá loks fréttir af ykkur.
  Er sammála Ölmu og Vigni þetta kemur allt með kalda vatninu hjá þér.

  Gangi þér vel
  Knús í kotið

 6. Aldís
  15. september 2008 kl. 10.40 | Slóð

  Ehhh ef danirnir eru að hvess á ykkur stelpurnar fyrir að hlæja að einhverju prumpi, ja þá er Köben líklega ekki staðurinn fyrir mig og minn háværa húmor hmmm???

  hahhahahahaha sakna þín vinkona,