Framhaldið af framhaldinu

Ég gleymdi að segja frá því að í ágúst komu Anna og Harpa til okkar í nokkra daga og það var mjög gaman, tókum Tívolí maraþon ekki hægt að segja annað, fyrst á Bakken og svo í tívolínu í Köben…. en skemmtilegur tími :D og súrt þegar þær fóru :(

Svo kemur Október:  1. október fór í það að ganga niður parketið hérna á Lyneborggade, hvað átti ég að gera átti ég að fara heim eða ekki hvernig stóðu eiginlega málin.  Mamma sagði mér bara að koma í nóvember þegar ég ætti frí, þá væri pabbi komin heim og við gætum átt góða stund þá.  Síðan voru nú mínar vinkonur Anna og Guðbjörg sem sögðu mér bara að drífa mig heim já og Daníel líka.  Enda hafa Guðbjörg og Anna upplifða þessar aðstæður þar sem þeirra nánasti hefur fallið fyrir krabbameini.  Þannig að ég tók þá ákvörðun að tala við Vilhelmínu (læknirinn hans pabba)  og þá um nóttina hafði  pabba hrakað mikið og hún sagði mér að drífa mig heim.  Sem sagði manni að það væri ekki langt eftir.  Þá var það bara svoleiðis flug pantað og drifið sig heim 2. október……og farið upp á spítala um leið eiginlega og ég kom og mikið var nú gott að sjá pabba sinn, elsku kallinn. Síðan fóru dagarnir í það að vera hjá pabba.  Og fyrstu 3 dagana gat hann talað við okkur og sem betur fer hitti hann Sindra sinn nokkrum sinnum. En ólýsanlega sorglegt að sjá pabba sinn fara frá okkur hægt og sígandi, en hvert skipti sem ég mætti á morgnana til hans beið ég eftir kraftaverki, að hann sæti upp í rúmi skvaldrandi eins og honum er lagið.  En svo kom að því að hann fór frá okkur þann 9. október (afmælisdagurinn hans Þrastar), þessi stórbrotni , litríki, bjartsýnismaður og helst af öllu maðurinn hennar mömmu, pabbi okkar og afi Sindra og Kristófers.

Eftir þetta tók við skipulagning vegna jarðarfararinnar og taka á móti gestum o.s.frv.  þannig í rauninni höfðum við ekki tíma til að syrgja…18. október var jarðarförin, alveg rosalega fallegur dagur og athöfnin var mjög falleg, margir fylgdu pabba og við vorum djúpt snortin.  En jafnframt með erfiðari dögum sem ég hef upplifað.

31. október fórum Sindri aftur til Kaupmannahafnar, ég bara gat ekki hætt var ekki í boði.  Varð að reyna aftur enda ekki komin nein reynsla á þetta hjá okkur.

Nóvember:  Sindri byrjaði aftur í leiksskólanum og þá byrjaði þetta loksins að ganga og honum leið mikið betur.  Enda held ég að það sem hjálpaði mikið var að íslensk stelpa byrjaði að vinna þar sem heitir Hildur.  Ég byrjaði aftur í skólanum og nú gekk mikið betur jahérna ég skildi eitthvað :D og annar áfanginn var meira segja um tré.  Þannig að nóvember var bara ágætur miðað við aðstæður.  Já Daníel kom í örheimsókn í þessum mánuði ;)

Desember:  Mamma kom og var hjá okkur í viku (að kanna aðstæður ;) heheh)  og var það yndislegt að fá hana, hafa mömmu/ömmu alveg út af fyrir okkur og var nú mest slappað af enda var ég á fullu í skólanum.  Fórum nú samt í dýragarðinn og ég sýndi mömmu Risakringluna Fields :)   Síðan 7. desember fór mamma og Sindri heim en Sindri var að verða stóri bróðir, þannig að nú var mamman ein í Kóngsins Köben jahérna og hvað á maður þá að gera af sér????!!!!!  16. desmber eignaðist Ingunn og Daníel fallegan dreng sem var skírður Jóhannes Már og Sindri alveg í skýjunum yfir því :D   Það var margt brallað í Köben á þessum tveimur vikum sem ég var ein en kannski best að skjalfesta það ekki :D   en góður tími ;) …..ég fór heim 22. desember og við áttum góð jól og áramót, á áramótunum var gott veður sem vonandi bendir til þess að þetta ár verði ekki eins stormasamt…..en mikið var nú tómlegt að hafa ekki pabba, maður beið einhvern tíman alltaf  eftir að sjá eða heyra í honum.

Þegar ég horfði á fréttaannálinn þá hugsaði ég með mér, þetta árið stendur uppúr hversdagshetujurnar í mínu lífi mamma og pabbi, Sindri Freyr, Erla, Þröstur og Sylvía já og fjölskyldan mín öll, Daníel og Ingunn og allir þeir yndislegu vinir sem ég á vá hvað ég er rík.  Á yndislegan son, frábæra fjölskyldu og stóran hóp af raungóðum og yndislegum vinum.  Elska ykkur öll og þið eruð ómetanleg.

Með því að gera svona uppgjör á árinu er ég að loka því og með því að setja fortíðina á sinn stað í fortíðinni er hægt að halda áfram, árið 2009 verður fróðlegt :)

Kossar og knús frá Kaupamannahöfn

Íris og Sindri Freyr

Framhaldið af Farvel 2008

Heil og sæl best að klára 2008

Ágúst:  Aðeins 12 dagar í brottför jahérna, og svitinnn, hjartslátturinn og magakviður í hámæli :/.  Byrjaði þó með góðum afmælisdegi hjá honum Sindra mínum bara orðinn 4 ára þessi elska, mjög góður dagur og yndislegt fólk úr ölllum áttum að fagna með okkur :D   En já svo var bara að koma sér upp í þessa blessuðu flugvél og lenda í landi draumann…..  En hlutirinir voru nú ekki alveg eins og best var á kosið og pabbi fór inn og út af sjúkrahúsi alltaf með háan hita sem engin skýring var á.  Sem gerði það að verkum að tveim dögum fyrir brottför var ég hætt við ALLT.  En mamma og pabbi já og allir sögðu mér að það þýddi ekki neitt, það þýðir ekkert að leggja árar í bát og sitja og bíða eftir einhverjum breytingum hjá pabba.  Ekkert bull, þú kemur bara heim ef eitthvað breytist.  Enda eru foreldrar mínir braáttufólk af líf og sál…þau gefast ekki upp svo auðveldlega.  Og ég fer út með Sindra og Erla kom með mér mér til halds og trausts, sem betur fer hún held ég hreinlega bjargaði minni geðheilsu þessa fyrstu daga :) og hugsum við svo líkt að allt gekk smurt ;)   En meira var nú af góðu fólki í kringum mig þannig að allt gekk vel.  Flytja allt helv…draslið úr gámnum og stetja allt á sinn sta og bla bla…. Svo var bara að mæta í leikskólann og allt þetta, sem mér leist bara vel á í byrjun.  Svo byrjaði skólinn og var þetta nú ekki alveg eins og mér hafði dreymt og ó fyrsta skipti á minni skólagöngu þá fannst mér bara ekki skilja neitt, en ég ætla ekki að útskýra það neitt nánar nema þetta var áfangi frá helvíti.  Enda erfitt að byrja í nýjum skóla í nýju landi og með annað tungumál.  En það verður víst að segjast eins og er að ég var bara sprungin…var ekki heils hugar við þetta og ALLT var bara mjög erfitt, gekk illa í leikskólanum hjá Sindra og pabbi orðinn alveg fárveikur, var inn og út af spítala.   Þannig að í fyrsta skipti á þessari ævi minni hugsaði ég með mér jæja nú er ég búin að hitta ofjarl minn, ég er að gefast upp….

September:   Man voða lítið eftir þessum mánuði ég var bara í móki, en áfram skrölti ég þó :)   Ánægjulegt að pabbi fékk að fara heim í sveitina sína í nokkra daga ( sem við vissum ekki þá að það var í síðasta skipti)  Síðan kom nú í ljós að lyfjagjöfin sem hann var í virkaði ekki, VIRKAÐI EKKI…þannig að nú var farið að draga af baráttufólkinu :( og hann fer í fimm daga lyfjameðferð.  28. septmeber dreymdi mig draum um að ég hitti pabba í eldhúsinu heima og eina sem hann sagði var “Þetta er búið”, þessi draumur sat í mér og ég vissi alveg hvað þetta sagði mér, því skrítið var mig hafði ekki dreymt einn einasta draum eftir að ég flutti út.  30.september er ég í skólaferðalagi sem ég man lítið eftir nema ég beið og beið eftir símtali að heiman þar sem ég vissi að þennan dag fengi pabba að vita hvort lyfjameðferðin hefði virkað. Ég vissi samt að fyrst ég var ekki búin að fá hringingu þá boðaði það ekki gott.  Seinnipart þessa dags hringdi ég í Erlu um leið og ég kom heim  “Það er ekkert hægt að gera…ekki víst hvað hann fær langan tíma….en aðalatriðið er að koma honum á lappir svo hann fengi að komast heim í SVEITINA sína í einhvern tíma…meira man ég ekki eftir þessu samtali en segir allt sem segja þarf…..

Ég verð víst að gera aftur framhald því ég ætla ekki að drekkja tölvunni minni í tárum….en á þessum tímapunkti í mínu lífi var heimurinn hruninnn…

Farvel 2008

Þar sem ég er svo rosalega ofvirkur bloggari þá set ég bara inn fína klausu um árið 2008 sem svo ótrúlega margt gerðist hvort sem mér líkaði betur eða verr.  Byrja bara á því að óska öllum gleðilegs, heilsuríks og gæfuríks árs og takk fyrir það gamla kæru vinir og ættingjar nær og fjær :) .  Og þá hefst upprifjunin:

Janúar:  Byrjaði með brjáluðu veðri (sem hefði kannski átt að vera vísbending um það sem kom í kjölfarið), svo kom hver stormurinn á fætur öðrum.  Man svosum ekki meira um þann mánuð, nema maður byrjaði í skólanum eftir jólafrí man varla í hvaða áföngum en man að Ragnar Frank mætti á svæðið….með Umsk 6, sem var einstaklega fróðlegt með misjafnri gleði nemenda hehehe

Febrúar:  Stressið var farið að gerjast í manni út af BS-ritgerðinni en maður gerði svosum ekki meira í því í bili. Fékk þær hræðilegu fréttir að ekki væri allt eins og ætti að vera með pabba.  Man ennþá eftir hvar ég var þegar hann sagði mér þetta í síma, stóð inn í eldhúsi á Vallbrautinni, man bara eftir einu sem hann sagði “þetta er ekki nógu gott”.  En maður hristi það fljótt af sér og hugsaði með sér þetta er pabbi hann er svo hraustur, hann getur ALLT já ALLT.

Mars:  Áframhaldandi rannsóknir á elsku pabba og þá kom svo loks í ljós að hann var með eitlakrabbamein og þyrfti að fara í lyfjameðferð.  Þannig að páskarnir fóru í að hjálpa í sveitnni, bölva BS-ritgerðinni sem manni fannst nú annsi tilgangslaus miðað við allt annað sem var í gangi.  En þetta er pabbi hann getur ALLT og gott það, ekkert bull….

Apríl: Mig minnir að hann hafi byrjað í þessum mánuði í lyfjameðferð, sú lyfjameðferð var á 3 vikna fresti og það gekk bara helvíti vel, kallinn bara hress.  Ég var mest megnis að reyna klára skólann, meiri óþverrinn þessi ritgerð…Hægt að segja að ein lítil Íris hafi haft allt of mikið á sinni könnu.  Náði þó að skila ritgerðinni guðs lifandi fegin fjúkket það var loksins búið.

Maí:  Kláraði skólann, byrjaði að vinna dauðfegin að geta vasast í blómum, trjám og moldinni.  Hvanneyrargrúbban hittist í bústaðnum hjá Rögnu og Pálma og það var yndislegt, þessi bekkur er bara frábær ;) og að lokum kom að útskriftinni LOKSINS og var það góður dagur, verst að pabbi komst ekki :( Jú einmitt í þessum mánuði sat ég sveitt að sækja um skóla í útlandinu…úllen dúllen doff

Júní:  Ég hélt bara áfram að vinna, stúdera hvert ég ætti að stefna í áframhaldandi nám einhvern veginn varð Danmörk allt efst á lista. Mig minnir að í þessum mánuði hafi pabbi byrjað í nýrri lyfjagjöf þar sem hin virkaði ekki (þetta rennur soldið saman í eitt) sem var á vikufresti, baráttuviljinn enn til staðar og pabbi kemst í gegnum þetta alveg VISS um það.  Í lok mánaðarins fékk ég að vita að ég kæmist inn í skólann í Köben, fékk reyndar inn í Osló og Ási en alltaf endaði Köben í 1. sæti þannig nú var bara að kýla á þetta, redda öllu, húsnæði, leikskóla o.s.frv…Eða var það í byrjun Júlí æi bíttar ekki öllu!  Ég man vel eftir því að í lok þessa mánaðar þá byrjaði pabba að hraka mikið….

Júlí:  Vinnan á fullu sem var bara gott mál, redda öllu sem við kom Köben og já ég má nú ekki gleyma því að við Marta gengum í “flutningsbandalag” ásamt Rögnu og Brittu sem mér til mikillar ánægju ákváðu allar að fara til Köben líka :D enda þarna miklir snillingar á ferð.  Hætti að vinna í lok þessa mánaðar og stressið og spennan magnast endalaust enda stór skref í lífi lítillar Írisar sveitastelpu.  Og jafnframt blendnar tilfinningar að ég ætti að flytjast af landi brott með allt mitt og elsku pabbi alveg fárveikur.

To be continued…..

Bíll til sölu kostar samt ekki alveg eina tölu……

Hæ hó

Já bílinn minn er enn falur, er til sölu fyrir nokkrar aumkunarverðar íslenskar krónur og jú ekki væri verra ef ég fengi hann borgaðan í dönskum ;) En allavega ef þið vitið um einhvern sem vantar bíl þá endilega látið hann vita af mínum kæra félaga, og nota bene hann er skuldlaus engin óhugnalega lán á honum :/ og meira segja bæði  sumar og vetrardekk sem fylgja kagganum….

Annars bara allt á góðu róli hér og við Sindri getum ekki beðið eftir mánudeginum því þá kemur mamma/amma að kanna aðstæður heheh :) og verður yndislegt að fá hana enda erum við búin að sakna hennar mikið….

Man ekki eftir neinum stórfréttum í augnablikinu nema ég er ólétt er að fara gifta mig eftir tvær vikur og búin að kaupa hús í Kaupmannahöfn Bwahahahahahaha DJÓK I wish ahahahahahahahaha

Með vinalegri heilsu a.k.a med venlig hilsen

Íris og Sindri Freyr

Margt gerst síðan síðasta færsla var…..

Heil og sæl öll sömul

Vill byrja á því að þakka ykkur fyrir alla vinsemdina og hlýjuna vegna fráfalls pabba.  Minningin lifir um góðan, litríkan og já bara frábæran mann…hans er sárt saknað :( þó svo það er skrítið að segja það þá sér maður á svona stundum hvað maður á gott fólk að, ég svo þakklát og heppin hvað ég á gott fólk að hvort sem það eru mínir nánustu, vinir, skólafélagar og vinnufélagar.  Það er það sem skiptir máli í lífinu að eiga góða að og ég segi TAKK til ykkar.
Við Sindri komum aftur til Kaupmannahafnar 31. október og þá hófst lífsbaráttan á ný, ég byrjaði aftur í skólanum 3. nóvember og viti menn ég er í áföngum sem ég skil núna og eru bara helv…skemmtilegir, meiri að segja í algjörum trjánördaáfanga sem er alveg frábært fyrir mig.   Núna gengur vel í leikskólanum hjá Sindra þannig að sú magapína er farin ;) meira að segja íslensk stelpa byrjuð að vinna þar, sem léttir mikið á.

Við fengum óvænta stutt heimsókn í gær, Daníel kom og kíkti á okkur, hann var á leið til Hollands og millilenti hérna.  Það var mjög gaman sérstaklega fyrir hann Sindra ;) hann kom með mér að ná í Sindra í leikskólann og sá stutti ljómaði að sjá pabba sinn.  Gangi þér vel Daníel í Hollandinu….

Síðan kemur mamma eftir viku og við Sindri teljum niður dagana VÁ hvað okkur hlakkar til, það verður svo gaman :) Sindri fer svo með mömmu til baka til Íslands, þar sem hann á von á litlu systkyni sem er nú rosalega spennandi.  Þannig að ég verð ein í heilar tvær vikur í Kóngsins Köben úff það verður skrítið…..

Ekki meir í bili

Knús á línuna

Íris og Sindri Freyr

Civil 3D min bedste ven….

Skilaboð til Heiðu:  Gaman að heyra í þér Heiða mín og vonandi gengur þér rosalega vel sem ég veit svosum að þú gerir ;)   reyndar upplifði ég það sama þegar ég settist í fyrstu kennslustundina en verra var að ég var í réttum áfanga ahahahhaha.

Já það er búið að vera hörkupúl í skólanum, er búin að sitja sveitt yfir verkefni sem ég skilaði í gær…sem sagt þessi áfangi sem ég er í byggist mest á því að læra á Civil3D sem er AutoCad forrit eða sem sagt er útangi af því og er því algjört grunnatriði að kunna á AutoCad sem því miður var ekki kennt á Hvanneyri og líklegast er liðið á Hvanneyri búið að fá mikinn hiksta síðustu daga þar sem ég blóta því fram og aftur að það sé ekki kennt þar.  En allavega þá er maður að læra á AutoCad afturábak :/ hehe jebb svona er þetta stundum og síðan er ég að fara í próf í Civil3D á föstudaginn þannig að þið sem lesið þetta megið biðja með mér að ég komist í gegnum það :D

Annars er bara gott að frétta af okkur Sindra það er farið að ganga betur í leikskólanum og bara nokkur krókódílatár þegar ég kveð hann :) og minn maður lísti því yfir að það væri gott að búa í Danmörku mjög krúttlegt og mömmunni létti gífurlega að heyra þessi fallegu orð heheheh.

Ekki meir í bili….
Kossar og knús til ykkar

Íris og Sindri sæti

Íslensku víkingarnir

Já hvað varð um íslensku víkingana segi það satt, í skólanum er búið að vera mikið um veikindi og hver víkingurinn á fætur örðum hefur lags í pest usss…í þessum töluðu orðum er sá feiki hrausti víkingur sem skrifar þetta hundslappur með hor í nös og með panodi hot á kantinum.  Játaði mig sigraða í morgun og fór eftir 2 tíma í skólanum.  Vakanaði meira segja klukkan sex til að koma mér þangað en horið og hóstinn sigruðu í þetta skiptið :(   Kannski eru þetta samantekin ráð hjá Danska yfirvaldinu að reyna buga okkur enda orðin helvíti mörg í þeirra veldi heheh og með yfirvofandi verkefnaskil þá kom þetta á besta tíma.

Held reyndar að þetta sé út af því við getum ekki keypt slátur og lýsi (allavega hef ég ekki séð það) en ég var þó svo útsmogin að smygla til landsins heilli dollu af Þorskalýsi og kenni því um að ég hafði ekki slafraði því í mig nógu fljótt til að koma í veg fyrir pestina.

Annars er búið að vera skítkalt hérna og maður þarf að fara að dusta af úlpunni var orðin það vongóð að þurfa bara ekkert að nota hana ;)   enda búið að vera heitt og fínt.  En maður finnur það alveg núna að það er komið haust með öllu tilheyrandi (ásamt hósta og hori).

Kær kveðja frá Íslensku víkingunum (hóst hóst)

Íris og Sindri Freyr

Loksins kemur blogg….

Já ég hafði mig í það að búa til blogg enda gaman að geta frætt mitt fólk um lífið og tilveruna hérna í Kóngsins Köben…síðan er bara að sjá hvað ég held lengi út ;) En svona til að byrja einhvers staðar þá erum við semsagt búin að búa hérna akkúrat í mánuð og hefur þetta liðið ótrúlega hratt.  Að mestu leyti hefur þetta gengið vel og við Sindri erum byrjuð í okkar skólum.  Erfitt hefur þó verið hjá mínum heittelskaða gullmola í leikskólanum en þetta er held ég allt að koma en viðurkenni það á þeim tímapunkti sem ég labba frá honum hágrátandi á morgnana hvað í fjandanum ég sé að gera og ætti bara helst að drulla mér heim á klakann í gamla góða Vallarsel en eftir smá umhugsun þá bít ég á jaxlinn herði upp hugann og enda á þeirri niðurstöðu að gefa þessu smá sjéns í viðbót.  Við bara krossum fingur og vonum að þetta lagist með tímanum ;)

Að öðru þá ég líka byrjuð í skólanum og er þetta mjög áhugavert allt saman en helvíti erfitt… fyrstu dagana hljómaði í hausnum á mér “ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi og síðan bættist við í vitlausu landi!” en þetta er bara eins og hjá Sindra þetta kemur allt saman nema ég get því miður ekki farið að hágráta og kallað á mömmu þó svo mig hafi langað það nokkrum sinnum hehehe  En maður er að komast í gang og þó svo þetta hljómi niðurdrepandi er búið að vera mjgö gaman og við erum mjög sátt við tilveruna.  Íbúðin er frábær og ég splæsti í hjól fyrir okkur og það er alveg geðveikur munur að hjóla t.d í skólann maður er alveg endurnærður (fyrir utan djöfullegt svitabað hóst hóst).  En svona nótabene þá hélt ég að danir væru alveg því líkt líbó fólk ennnnnnnnn nei nei ekki í skólanum þar er hádauðans alvara á ferð ég var í hópaverkefni og ég og önnur íslenskt stelpa voguðum okkur að hljægja af einhverjum gífulegum prumpubrandar okkar á milli reyndar og ég segi það satt þau (danirnir) tóku þessu bara illa og ég var bara smeyk um að mér yrði sagt upp í hópastarfinu….svei mér þá en ég gefst ekki upp ég berst fyrir því að brosa og hlægja :D

Við erum ekki búin að vera einmana hérna, Erla systir kom með mér þegar við fluttum út og fór eftir viku, síðan fyrir koma Anna og Harpa í heimsókn yfir eina helgi og þá var tekið Tivolí maraþon en það var alveg æðislegt að hafa þær í heimsókn og ég held að Erla flytju hérna út til mín ég hef fulla trú á því heheh KOMA SVO ERLA.  Svo ef allt gengur upp hjá mínum kæra pabba þá kemur mamma/amma út í nóvember sem yrði alveg frábært :)

Held að þetta sé nóg í bili

Med venlig hilsen

Íris og Sindri Freyr